Nokkuð hefur borið á því að erlendir aðilar hafi samband við einstaklinga hér á landi og bjóðist til að hafa milligöngu um hlutabréfaviðskipti í erlendum fyrirtækjum. Fjármálaeftirlitið varar við tilboðum af þessu tagi og og vekur athygli á lista yfir aðvaranir sem birtur er á heimasíðu FME og innheldur aðvaranir frá systurstofnunum FME í Evrópu að því er kemur fram í frétt á heimasíðunni.

,,Íslenskur fjármálamarkaður hefur verið mikið til umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum síðastliðin tvö ár sem hefur vakið áhuga ýmissa aðila og því miður eru fjársvikamenn þar ekki undanskildir?, segir Hlynur Jónsson, sviðstjóri verðbréfasviðs FME í fréttinni. Hlynur segir að almennt beri fólki að vara sig á tilboðum óþekktra aðila sem bjóðast til þess að hafa milligöngu um erlend hlutbréfakaup. Hann hvetur fólk til þess að kanna gaumgæfilega bakgrunn slíkra aðila. ,,Listinn yfir aðvaranir á heimasíðu FME er ágætis byrjunarreitur hvað þetta varðar?, segir Hlynur. Að sögn Hlyns er mikilvægt að þeir aðilar sem hafa verið samskiptum við slíka aðila sendi FME ábendingar með nöfnum fyrirtækja og aðila svo að hægt sé að vara við þeim hér heima sem og í gegnum eftirlitsstofnanir annarsstaðar í heiminum.