„Það sem gæti skýrt þetta er það að eftir 2008 voru fjármálastofnanir að fullnusta mjög mikið af eignum og hafa verið að gera á árunum eftir hrun og oftar en ekki hafa leigutakarnir, fyrrum eigendur, fengið að vera áfram í íbúðunum sínum og leigan hefur verið í einhverju föstu hlutfalli við fasteignamatið. Þar af leiðandi er hún mun lægri en hefðbundin markaðsleiga. Ég held að þetta gæti skýrt það að einhverju leyti,“ segir Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá fjárfestingarfélaginu GAMMA, spurður um ástæðu þess að munur er á því hvort leigusali á íbúðamarkaði sé einstaklingur eða fjármálastofnun.

Fram kom í Viðskiptablaðinu í síðustu að þegar leigusali er einstaklingur þá getur ávöxtun hans af íbúðarhúsnæði verið 7,4%, þegar fyrirtæki er leigusalinn er ávöxtunin 7,8% en fjármálastofnun aðeins 6,4%. Ávöxtunin er mismunandi eftir svæðum í borginni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .