Á ársfundi Frjálsa lífeyrissjóðsins sem haldinn var í gær, kom fram að sjóðurinn skilaði góðri ávöxtun á síðasta ári og talsvert umfram viðmiðunarvísitölur. Nafnávöxtun hinna þriggja fjárfestingarleiða sjóðsins var 13,8% (Frjálsi 1), 14,6% (Frjálsi 2) og 10,3% (Frjálsi 3). Staða tryggingadeildar er traust, eignir umfram áfallnar skuldbindingar voru 19,4% og eignir umfram heildarskuldbindingar voru 3,6% þrátt fyrir að nýjar töflur um auknar lífslíkur auki skuldbindingar sjóðsins.

Hrein eign til greiðslu lífeyris nam í lok árs 35,7 milljörðum og jókst um 9,8 milljarða á milli ára, eða um 38%. Þar af var ávöxtun ársins rúmir 4 milljarðar og við sameiningu við Séreignalífeyrissjóðinn stækkaði sjóðurinn um 3 milljarða. Iðgjöld til sjóðsins námu 3,7 milljörðum og lífeyrisgreiðslur 354 milljónum. Sjóðfélagar voru í lok árs 30.210 og fjölgaði um 4.342 á árinu. Frjálsi lífeyrissjóðurinn var stofnaður árið 1978 og var því að ljúka 26. starfsári sínu og hefur ávallt verið í fararbroddi þeirra sjóða sem vilja auka valfrelsi fólks í lífeyrissparnaði.

Tvær breytingar urðu á stjórn sjóðsins. KB banki, sem er rekstraraðili sjóðsins, tilnefndi nýja fulltrúa sína í stjórn, Þórunni var stofnaður árið 1978 og var því að ljúka 26. starfsári sínu og hefur ávallt verið í fararbroddi þeirra sjóða sem vilja auka valfrelsi fólks í lífeyrissparnaði.

Tvær breytingar urðu á stjórn sjóðsins. KB banki, sem er rekstraraðili sjóðsins, tilnefndi nýja fulltrúa sína í stjórn, Þórunni Pálsdóttur, fjármálastjóra Ístaks og Maríu Sólbergsdóttur, starfsmann KB banka. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir á fundinum, en þeir eru Ásdís Eva Hannesdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Íslands og Bjarnar Ingimarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Álfélagsins, sem setið hefur í stjórn sjóðsins óslitið frá árinu 1987. Tveir stjórnarmenn til viðbótar halda áfram stjórnarstörfum, þeir Ásgeir Thoroddsen, lögfræðingur, sem jafnframt var skipaður formaður stjórnar, og Einar Róbert Árnason, deildarsjóri á Keflavíkurflugvelli.