Afkoma lífeyrissjóðs bænda á árinu 2015 var 8,1% ávöxtun á árinu 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum. Raunávöxtun hefur verið um 5,5% síðustu fimm árin. Fjöldi virkra sjóðsgreiðenda var 2.418 manns á árinu 2015 en fjöldi lífeyrisþega var 3.653.

Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris í lok árs 2015 var 30,5 milljarðar króna, en upphæðin hækkaði um 2,1 milljarð króna milli ára eða 7,5%. Hrein eign til greiðslu lífeyris hefur vaxið ár frá ári frá árinu 2008 jafnframt því sem fjárhagsstaða sjóðsins hefur styrkst í ljósi árangursríkrar ávöxtunar á eignum sjóðsins.

Á sjö árum, frá lokum bankahrunsársins 2008, hefur hrein eign sjóðsins vaxið um 10.258 mkr. eða 51%. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 31% og er því hækkun umfram breytingu verðlags 20% á tímabilinu. Ólafur K. Ólafs er framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins.