Raunávöxtun samtryggingadeilda tíu stærstu lífeyrissjóða landsins nam að meðaltali 2% á síðasta ári en var 5,5% árið 2017. „Það stefndi í fram í miðjan desember að þetta yrði mjög gott ár, svo kom snörp lækkun á erlendum mörkuðum í lok  desember  og krónan styrktist á sama tíma,“ segir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri, Almenna  lífeyrissjóðsins.

Við þetta hafi ávöxtun sjóðanna líklega lækkað um 4-5%. „Þetta hefur hins vegar gengið til baka. Markaðir ytra hafa hækkað mikið þannig að ávöxtun það sem af er þessu ári er afar góð. Innlend hlutabréf hafa einnig verið hagstæð,“ segir Gunnar. Hann bendir til að mynda á að nafnávöxtun samtryggingardeildar Almenna lífeyrissjóðsins hafi numið 8% frá áramótumNáð vopnum sínum eftir hrun

Náð vopnum sínum eftir hrun

Síðustu fimm ár hefur ávöxtunin að meðaltali numið 4,3%. Eftir  hrunárið 2008 þar sem ávöxtun lífeyrissjóðanna var neikvæð um 22% hafa lífeyrissjóðirnir skilað ávöxtun umfram viðmið. Ávöxtun tíu stærstu sjóðanna frá 2009 hefur að meðaltali numið 3,8% á ári.

Blikur á lofti vegna lægri vaxta

Gylfi bendir á að vextir hafi lækkað undanfarna áratugi sem geri það að verkum að erfiðara verður fyrir lífeyrissjóðina að ná ávöxtunarviðmiði sínu. En hvað er til ráða? Þurfa lífeyrissjóðirnir þá að fara að taka meiri áhættu í fjárfestingum? „Það er kannski ein hugsanleg lausn að taka djarfari áhættu en það getur skilað alveg hræðilegum niðurstöðum,“ segir Gylfi.

Þá kunni einnig að vera að sjóðirnir verði að sætta sig við að ná ekki 3,5% raunávöxtun á ári og neyðist til að lækka ávöxtunarviðmiðið. Slíkt hefði víðtæk áhrif enda þyrfti að þá að lækka lífeyrisgreiðslur til þeirra sem þegar væru á eftirlaunum sem og réttindi þeirra sem greiða í lífeyrissjóðina. Gunnar Baldvinsson telur 3,5% ávöxtunarviðmiðið vel raunhæft. „Það hefur gengið upp í yfir hundrað ár. Ef maður horfir til næstu tíu ára eru líkurnar á að sú náist kannski minni en oft áður en mér finnst nú líklegt að vextir hækki aftur. Sögulega eru þeir lágir. Þeir eru það lágir að ég held að það hljóti að leiða til ójafnvægis í hagkerfinu þar sem þeir eru hvað lægstir. Ég held að þeir muni hækka aftur og til lengri tíma sé 3,5% raunávöxtun raunhæf,“ segir Gunnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .