*

sunnudagur, 19. september 2021
Innlent 17. desember 2016 19:45

„Ávöxtun umfram stærð"

Akta sjóðir hf. er nýtt rekstrarfélag verðbréfasjóða, en félagið rekur í dag fjóra fagfjárfestasjóði og einn verðbréfasjóð.

Pétur Gunnarsson
Örn Þorsteinsson byrjaði að fjárfesta ungur að aldri.
Haraldur Guðjónsson

Nýverið hófu Akta sjóðir hf. starfsemi sína. Félagið annast rekstur og stýringu verðbréfa-, fjárfestinga- og  fagfjárfestasjóði fyrir hönd viðskiptavina sinna. Félagið er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki en á rætur sínar að rekja til ársins 2013 og byggir á grunni sjóðastýringar Straums fjárfestingabanka.

Örn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Akta, hefur yfir 18 ára reynslu af eigin fjárfestingum. Hann var ungur þegar hann byrjaði að fjárfesta og hefur byggt upp mikla reynslu á eigin fjárfestingum í gegnum tíðina.

„Ef ég fer aðeins yfir söguna, þá hét félagið Straumur sjóðir,“ segir Örn. „Svo sameinast MP og Straumur undir merkjum Kviku og þá sáum við tækifæri í því að kaupa hlut af Kviku í Straumi sjóðum og breyttum nafninu í kjölfarið í Akta sjóðir,“ bætir hann við.

25% í plús

Örn segir að Akta sjóðir leggi áherslu á það að reka frekar litla sjóði. „Við viljum frekar hafa þá minni heldur en stærri til að geta náð sem bestri ávöxtun. Við leggjum megináherslu á ávöxtun umfram stærð,“ bætir hann við.

„Við erum í viðskiptum með bæði hlutabréf og skuldabréf,  og þar sem að við erum ekki mjög stórir eigum við auðveldara með að hreyfa okkur þegar við skiptum um skoðun, ólíkt sumum öðrum á markaðinum. Málið er að vera vakandi og hreyfanlegur,“ tekur Örn fram.

„Einn af sjóðunum okkar er til að mynda 25 prósent í plús á árinu 2016 á meðan hlutabréfamarkaðurinn er mínus sjö prósent, sem þýðir að hann sé 32 prósent umfram ávöxtun,“ bætir Örn við. Það sýnir hvað virk stýring getur skilað mikilli umfram ávöxtun.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð