Ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hækkaði aðra vikuna í röð, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Óverðtryggða krafan hækkaði um 0-12 punkta og verðtryggða krafan hækkaði um 8-12 punkta. Að mati Greiningardeildar má rekja hækkun kröfunnar til þess að mesti verðbólgukúfurinn sé að baki og að verðbólguhraðinn verði minni á næstu mánuðum," greiningardeildin sem reiknar með því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 50 punkta 6. júlí.

?Ef svo fer verða stýrivextir 12,75% og vaxtamunur við útlönd, 3 mánaða Libor, um 8,7%. Jafnframt gerir deildin ráð fyrir að bankinn hækki vexti um 50 punkta til viðbótar áður en hækkunarferlið tekur enda," segir greiningardeildin.