Evrur
Evrur
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Ávöxtunarkrafa írskra tíu ára skuldabréfa hækkaði um 58 punkta upp í 13,93% eftir að Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn Írlands í gær niður í ruslflokk. Þá hækkaði krafa tveggja ára skuldabréfs um 243 punkta og stóð í 20,17% undir lok gærdagsins. Bilið á milli írskra og þýskra tíu ára skuldabréfa er nú orðið það mesta í Evrópu eða um 11,23% er fram kemur í greiningarefni IFS. Bilið hefur farið stighækkandi á síðustu tveimur vikum.