Lánasjóður sveitarfélaga heldur mánaðarlegt skuldabréfaútboð sitt í dag. Stefnt að því að taka tilboðum fyrir 500 m.kr. að nafnvirði, þótt sjóðurinn áskilji sér rétt til að hækka eða lækka útboðsfjárhæðina, eða jafnvel hafna öllum tilboðum.

Síðasta skuldabréfaútboð LSS fór fram seint í október síðastliðnum. Áhugi fjárfesta í októberútboðinu reyndist verulegur og var krafa tekinna tilboða 3,41% sem er undir viðmiði lífeyrissjóðanna og sú lægsta frá upphafi.

Í morgunkornum Greiningar Íslandsbanka segir að það kæmi ekki á óvart að niðurstöðukrafan í útboði LSS í dag færi enn neðar en síðast, og líkt og áður hafi veirð bent á þá kunni að vera að fagfjárfestar horfi síður á uppgjörsviðmið lífeyrissjóða heldur meira í þá umframávöxtun sem LSS-bréfin gefa gagnvart íbúðabréfum.