Talsverð viðskipti voru á skuldabréfamarkaði í dag, en veltan nam um 27 milljörðum króna.

Mikil eftirspurn erlendis hefur verið eftir stuttum ríkisbréfum, en eftirspurn eftir löngum bréfum hefur nú tekið að aukast, þar sem verð stuttu bréfanna hefur hækkað nokkuð snarpt.

Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

Mikil eftirspurn hefur verið eftir stuttum ríkisskuldabréfum, og er þróun ávöxtunarkröfu því ekki talin endurspegla væntingar fjárfesta um stýrivaxtaþróun, heldur skýrist hún frekar af takmörkuðu framboði bréfa af styttri gerðinni.