Axel Pétur Ásgeirsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri samhæfingar sölu- og innkaupamála hjá Icelandic Group. Axel var um tveggja áratuga skeið búsettur í Frakklandi og í Barcelona á Spáni þar sem hann starfaði við sölu fiskafurða og rekstur fyrirtækja, m.a. sem sölustjóri hjá Icelandic Iberica, El Buen Bacalao S.L. og Fishpack S.L., saltfisksdreifingarfyrirtæki í Barcelona og Madrid, og Continental Seafood Ltd., Qingdao, Kína, sem seldi frystar, saltaðar og léttsaltaðar fiskafurðir frá Kína til Evrópu.

Frá árinu 2008 hefur Axel séð um rekstur og sölu Norlandia ehf., Ólafsfirði, sem selur sjávarafurðir til Spánar og Brasilíu. Axel Pétur er menntaður kvikmyndagerðarmaður frá París, Frakklandi, og auk íslensku og ensku talar hann spænsku, portúgölsku, ítölsku og frönsku.

Í tilkynningu er haft eftir Árna Geir Pálssyni, forstjóri Icelandic Group, að mikill fengur sé fyrir fyrirtækið að fá Axel Pétur til liðs við sig, því bakgrunnur hans og reynsla af sölu fiskafurða á alþjóðlegum vettvangi muni nýtast því vel.