Iceland Backpackers hagnaðist um 3,5 milljónir króna í fyrra. Það er talsverður viðsnúningur frá árinu 2012 þegar félagið tapaði 130 þúsund krónum. Eignir félagsins námu 69 milljónum króna í lok ársins og skuldirnar 14,4 milljónum. Eigið fé nam því tæplega 45 milljónum.

Iceland Backpackers er eignarhaldsfélag og bókunarstofa í Reykjavík og aðeins einn starfsmaður var hjá félaginu í fyrra. Þrír hluthafar eru í félaginu, Jón Heiðar Andrésson og Torfi G. Yngvason eiga fjórðungshlut hvor og félagið Fjallageit hf. á 50% hlut.