Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, bað fyrir Vígdísi Hauksdóttir, þá þingmanni Framsóknarflokksins og nú formanni fjárlaganefndar, þegar hann var í Péturskirkjunni í Róm í febrúar síðastliðnum.

Frá þessu greinir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, í nýrri bók sem hann hefur ritað og fjallar m.a. um þingmennsku hans og lífið á Alþingi. Hann segir Vígdísi ekki hafa litið á að Össur hafi beðið fyrir sér. Í bókinni segir Guðni að 28. febrúar síðastliðinn hafi Össur sent sér sms-skilaboð. Í þeim stóð: „Bið fyrir þér á eftir í Péturskirkjunni í Róm.“

Guðni svaraði: „Yndislegt góði vinur, en hafðu Margréti með í bænum þínum, ekki veitir henni af [...].“

Össur spurði þá hvort hann ætti ekki líka að biðja fyrir Vigdísi Hauksdóttur, en hún er mágkona Guðna og systir Margrétar konu hans.

„Ekki veitir af,“ svaraði Guðni. „Berðu hennar þungu syndaskjóður með þér í Péturskirkjuna, mátulegt á þing eins og þú lætur við hana í þinginu.

Eftir bænirnar sendi Össur Guðna enn eitt skeytið. Í því sagði að sálir systranna séu hvítskúraðar eftir sósíaldemókratískan bænaofsa við gröf heilags Péturs. Guðni svaraði á móti að hann hafi sagt Vigdísi frá verki Össurar en henni ekki litist á það.