Bill Michael, stjórnarformaður KPMG á Bretlandi hefur sagt starfi sínu lausu eftir að hafa beðið starfsfólk að „hætta að væla“ yfir COVID-19 og áhrifum samkomutakmarkana á líf starfsmanna. The Guardian greinir frá.

Ummælin féllu á opnum fjarfundi með um 1.500 starfsmönnum KPMG. Þá sagði hann að starfsmenn ættu að hættu að „spila fórnarlambsspilinu“.

Þá sagði hann að ómeðvitaðir fordómar, sem starfsfólk KPMG fær þjálfun í að átta sig á, væru ekki til.

Michael hefur verið stjórnarformaður KPMG frá árinu 2017 en hann fékk 1,7 milljónir punda greiddar fyrir störf sín á síðasta ári, sem samsvarar um 220 milljónum króna.

Michael fékk sjálfur COVID-19 í mars á síðasta ári og var lagður inn á spítala vegna þess.