Baðhúsið hefur samið við fjögur fyrirtæki um innlausn gjafakorthafa fyrirtækisins og geta viðskiptavinir því nýtt sér þá inneign sem kortin fela í sér hjá þessum fjórum fyrirtækjum fyrir 30. júní 2015.

Fyrirtækin fjögur sem samið hefur verið við eru hvert á sínu sviði, en þau eru Snyrti- og nuddstofan Bonita, Modus hárstofa og Gentle Giants hvalaskoðun á Húsavík. Einnig munu allir korthafar Baðhússins geta nýtt kort sín í Sporthúsinu.

„Baðhúsið vonar að þessir samningar nýtist handhöfum gjafakortanna og ítrekar enn vonbrigði sín með að rekstri Baðhússins hafi lokið í síðustu viku en reynt var til hins ítrasta að semja við leigusalann Reginn með ýmsu móti í því skyni að halda rekstrinum áfram. Eins og áður hefur komið fram skoðar Baðhúsið réttarstöðu sína gagnvart Reginn vegna málsins,“ segir í tilkynningu frá Baðhúsinu.