Tvær nýjar Ölstofur Hafnarfjarðar voru opnaðar í Hafnarfirði fyrir skemmstu. Annars vegar er um að ræða Ölstofu Hafnarfjarðar í eigu Norður og niður ehf., hins vegar Ölver – Ölstofu Hafnarfjarðar í eigu Ólafs Guðlaugssonar. Báðar ölstofurnar hafa nýverið skipt um eigendur, en báðum var meinað að halda eldri nöfnum sínum af fyrri eigendum. Sú fyrrnefnda hét Enski barinn en sú síðarnefnda Írski barinn.

Segjast hafa notað vörumerkið lengur

„Við erum búnir að vera að vinna með þetta nafn og þessa breytingu í langan tíma. Hann hefur bara frétt af þessu nafni og ákveðið að gera eitthvað svipað,“ segir John Mar Ellingsson, stjórnarformaður Norður og niður. Spurður með hvaða hætti þeir hyggist bregðast við málinu segir John: „Það er frekar hann sem þarf að bregðast við þessu. Við eigum nú lénið líka.“

Ölstofur Hafnarfjarðar hafa sótt um vernd vörumerkja, skráð lén og opnað Facebook síður.
Ölstofur Hafnarfjarðar hafa sótt um vernd vörumerkja, skráð lén og opnað Facebook síður.
© vb.is (vb.is)

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .