Um hundrað manns færði dagskrárstjóra Rásar eitt bænabók og þakkakort ásamt því að halda bænastund fyrir utan húsnæði Ríkisútvarpsins ( RÚV ) við Efstaleiti í morgun. Fram kemur á vef RÚV að fólkið hafði áður mótmælt því að leggja átti niður morgunbæn, morgunandakt og Orð kvöldsins á Rás eitt.

Vegna mótmæla við fyrirhugaðar breytingar var ákveðið að morgunbæn og hugvekju verði áfram útvarpað og verði nýr þátt settur á dagskrá á eftir kvöldfréttum á sunnudögum í haust þar sem prestar þjóðkirkjunnar, guðfræðingar og aðrir flytja hugleiðingar um trú og fleira. Hópurinn sem hélt bænastundina fyrir utan RÚV í morgun óskaði eftir því að fá kvöldbænina líka aftur á dagskrá.