Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV, er harðorður í umfjöllun sinni um ríkisábyrgð á innstæðutryggingum og endurreisn SpKef. Hann segir bæði Sparisjóði Keflavíkur hafa verið klúðrað og björguninni sömuleiðis.

Tekist var á um SpKef á Alþingi í dag .

Jónas segir á vef sínum fulla ábyrgð ríkisins á innstæðum verstu mistök Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, og muni hún kosta ríkið á næstu árum hundruð milljörðum króna. Innstæðutryggingin var innleidd fyrir hina fáu ríku sem áttu allan þorra fjárins, að sögn Jónasar.

Hann segir mistök Steingríms J. Sigfússonar, nú efnahags- og viðskiptaráðherra, engu minni þegar hann hafi að skattgreiðendum forspurðum tekið á sig ábyrgð á innstæðum sparisjóðs þegar ákveðið var að reisa SpKef á rústum Sparisjóðsins í Keflavík.