Daníel Jakobsson
Daníel Jakobsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur ásamt konu sinni og fleiri fjárfestum keypt meirihluta í félaginu Hótel Ísafjörður hf., sem á og rekur Hótel Ísafjörð og Gamla gistihúsið. Aðrir sem koma að kaupunum eru Ágúst Gíslason og Fiskiðjan Ísbjörg sem fjölskylda Daníels og konu hans eiga stóran hlut í.

Fram kemur í viðtali við Daníel í netútgáfu Bæjarins besta að hann hafi lengi haft áhuga á að kaupa hótel. Hann hafi riðið á vaðið þegar hann frétti af því að Hótel Ísafjörður væri hugsanlega til sölu. Hann mun ekki koma að daglegum rekstri hvorki hótelsins né gistiheimilisins og segir að af þeirri ástæðu muni kaupin ekki hafa áhrif á störf hans sem bæjarstjóri.

Fram kemur í Bæjarins besta, að Landsbankinn fjármagnaði kaupin á hótelinu og gistiheimilinu.