Bæjarstjórn Garðabæjar tekur yfir stjórn sameinaðs sveitarfélags Garðabæjar og Álftaness á Nýársdag. Núverandi bæjarstjórn Álftaness mun fram til loka kjörtímabilsins 14. júní næstkomandi starfa sem hverfastjórn samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Sameinað sveitarfélag mun nota kennitölu Garðabæjar.

Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna 20. október síðastliðinn samhliða stjórnlagaráðs-kosningunum.

Fram kemur í tilkynningu að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi í gær undirritað staðfestingu á sameiningu sveitarfélaganna í gær.