Bæjarstjórn Garðabæjar helst óbreytt ef verður af sameiningu sveitarfélagsins og Álftaness. Bæjarstjórn Álftaness verður ráðgefandi sem hverfisstjórn fram að næstu kosningum árið 2014, samkvæmt tillögum nefndar um sameiningu sveitarfélaganna. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að honum þyki koma til greina, án þess að hafa skoðað málið ofan í kjölinn, að þá yrði bæjarstjórnarfulltrúum fjölgað úr sjö í níu.

Nefnd um sameiningu sveitarfélaganna skilaði niðurstöðum í síðustu viku. Sameiningaráform fara nú í tvær umræður í bæjarstjórnum sveitarfélaganna sem leiðir til atkvæðagreiðslu í haust. Undanfari kosninga verður að lágmarki tveggja mánaða kynningartímabil. Stefnt er að því að sveitarfélögin sameinist 1. janúar 2013.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.