Bændahöllin ehf. var rekin með 642 milljóna tapi í fyrra, en félagið á samnefnda byggingu við Hagatorg, miðað við 42 milljóna hagnað árið 2019.

Bændasamtökin eiga og félagið sem og Hótel Sögu, stærsta leigutaka Bændahallarinnar. Félögin fóru bæði í greiðsluskjól í fyrra og er sögð óvissa um rekstrarhæfi Bændahallarinnar í ársreikningi félagsins.

Leigutekjur lækkuðu úr 583 milljónum í 142 milljónir króna á milli ára og þá var afskrifuð 294 milljóna krafa á Hótel Sögu.

Eignir félagsins um áramótin voru metnar á 4,8 milljarða króna, skuldir á 4,3 milljarða en eigið fé á 520 milljónir króna. Arion banki er helsti lánveitandi félagsins en skuldir við lánastofnanir námu 3,8 milljörðum króna um áramótin.

Bændasamtökin eiga í viðræður við Háskóla Íslands um kaup á byggingunni við Hagatorg.