Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar leggur til að hætt verði að veita fé úr ríkissjóði til Bændasamtakanna. Samtökin fengu samstals 485 milljónir króna í fyrra, fjölmiðlanefnd verði lögð niður, framkvæmdum við hús íslenskra fræða verði fresta til langs tíma og Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins verði sameinaðar. Í Morgunblaðinu í dag segir að þetta sé aðeins hluti þeirra tillagna sem hagræðingarhópurinn kynnir í dag. TIllögur hópsins verða gerðar opinberar á vefsíðu forsætisráðuneytisins klukkan 15 í dag.

Blaðið segir að á meðal annarra tilagna séu tillögur um kerfisbreytingar á öllum ráðuneytum, sem hugsanlega sé horft til að muni draga úr kostnaði.

Blaðið segir ennfremur ekki liggja fyrir hversu mikill sparnaður fáist fram samkvæmt tillögum hagræðingarhópsins.

Almenningur gat komið með ábendingar til hópsins og bárust yfir 500 tillögur á níu dögum.

Ásmundur Einar Daðason er formaður hagræðingarhópsins. Í honum eru líka Guðlaugur Þór Þórðarson, Vigdís Hauksdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir.