Bændur í Danmörku kvarta ekki yfir erfiðum tímum í ár samkvæmt nýrri greiningu Kaupmannahafnarháskóla. Þar kemur fram að þeir hafi aldrei fengið jafn góðar tekjur og í ár. Þetta á þó aðallega við bændur í kornuppskeru.

Þetta skýrist að hluta til vegna mikilla þurrka í Bandaríkjunum og Rússlandi en Danir hafa notið góðs af því í viðskiptunum. Þetta þýðir að þeir sem starfa í landbúnaði geta fengið borgað fyrir alla þá vinnu sem þeir leggja í uppskeruna en það mun vera í fyrsta skipti í langan tíma.

Minna hefur verið um lántökur í landbúnaði sem þýðir að næsta ár verður að öllum líkindum líka gott með lægri vaxtakostnaði. Þetta kemur fram á vef Danmarks Radio.