Stjórn SS hefur ákveðið að greiða bændum 2,15% uppbót á afurðaverð allra kjöttegunda fyrir árið 2011 og verður uppbótin greidd inn á bankareikninga bænda 12. mars næstkomandi.

Þá hefur Norðlenska ákveðið að greiða bændum 2,2% uppbót á allt innlegg ársins 2011 og verður uppbótin greidd út í næstu viku eða um 33 milljónir króna án virðisaukaskatts.

Frá þessu er greint á vef Bændablaðsins en áður höfðu kjötafurðastöðvar KS á Sauðaárkróki og Sláturhúss KVH á Hvammastanga tilkynnt um greiðslur á 2,15% uppbótum fyrir innlegg á síðasta ári.

„Reksturinn hefur gengið ágætlega, og við viljum að allir innleggjendur fái að njóta góðs árangurs,“ segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.