Ferðir íslenskra ferðamanna á framandi slóðir hafa færst töluvert í aukana síðustu ár og er miklu algengara en áður að í stað þess að fara á sólarströnd fari íslenskir ferðalangar til Afríku, Asíu eða Suður-Ameríku.

Bændaferðir hafa boðið upp á ferðir sem þessar frá því í upphafi árs 2004. Hugrún Hannesdóttir, sem hefur umsjón með þessum ferðum hjá Bændaferðum, segir að allt frá því að fyrsta Kínaferðin var farin hafi vinsældir ferðanna aukist.

„Fyrsta Kínaferðin hefur orðið að fyrirmynd fyrir það sem við köllum klassísku Kínaferðina, en hana förum við á hverju ári. Þar heimsækir fólk Sjanghæ, siglir upp Jangtse-ána, skoðar terra-cotta hermennina í Shanxxi-héraði og Kínamúrinn. Svo eru helstu staðirnir í Peking skoðaðir, þar á meðal keisarahöllin.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.