Kúa- og sauðfjárbændur hafa samþykkt nýja búvörusamninga.

Um það bil 60% sauðfjárbænda samþykktu samninginn en 37% höfnuðu honum. Kosningaþátttaka sauðfjárbænda var 56,8%. Tæp 75% kúabænda samþykktu samninginn en 24% höfnuðu honum. Kosningaþátttaka kúabænda var 70,8%.

Skrifað var undir samningana þann 19. febrúar sl. Samningarnir eru til 10 ára en gert er ráð fyrir því að taka þá til endurskoðunar tvisvar á samningstímanum, árið 2019 og 2023. Alþingi á eftir að taka þá til umfjöllunar og samþykkja þá eða hafna.