Bæring Ólafsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til forseta Íslands til baka.

Í tilkynningu sem Bæring sendi frá sér segir að í ljósi atburða liðinna daga og tilkynningu Ólafs Ragnars Grímssonar, um að bjóða sig fram til endurkjörs, hafi hann ákveðið að draga framboð sitt til baka. Sé það í samræmi við það sem hann hafi áður sagt, að hann myndi ekki bjóða mig fram á móti sitjandi forseta.

Segir að lokum í tilkynningunni að hann óski háttvirtum forseta góðs gengis í endurkjörinu, öðrum frambjóðendum allra heilla og óska þjóðinni alls hins besta í framtíðinni. Að lokum þakkar hann öllu stuðningsfólki sínu fyrir að hafa trú á sér.