Breska hagstofan hefur bætt Netflix inn í samantekt sinni á þróun verðlags sem notuð er til að greina verðbólguþróun í landinu. Þetta er ekki eina varan sem hagstofan telur eiga heima í vörukörfu landsmanna því búið er að bæta við bragðbættri mjólk, snakki, ýmsum fatnaði og myndavélum sem útskiptanlegum linsum. Og er þá fátt upp talið.

Á móti er búið að taka út DVD-spilara og parket.

Breska dagblaðið Guardian segir að með skiptunum sé hagstofan að gera tilraun til að fylgja breyttu neyslumynstri.