Fjárlagafrumvarpið var afgreitt úr fjárlaganefnd í dag. Nokkur sátt ríkir um frumvarpið og hefst önnur umræða um frumvarpið í dag. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins .

Einnig var bandormurinn svokallaði afgreiddur úr efnahags- og viðskiptanefnd um þrjúleytið.

Þó verða breytingartillögur gerðar á frumvarpinu fyrir aðra umræðu en þá ber helst að nefna að aukið fjármagn verði sett í heilbrigðiskerfið, löggæslumál, samgöngur og menntakerfið og nemur heildarfjárhæðin tæpum tólf milljörðum króna í útgjöld. Miðað við þær forsendur yrði þó afgangur á fjárlögum upp á 24 milljarða.