Árið 2015 var fjárfest í sprotafyrirtækjum fyrir ríflega 79 milljarða Bandaríkjadala á heimsvísu. Árið 2016 hefur aftur á móti verið erfitt fyrir frumkvöðla og því hafa þeir snúið sér að lánastofnunum til þess að finna fjármagn.

Ekki liggja fyrir nákvæm gögn um þróunina, en samkvæmt Bloomberg hefur lánum hjá Silicon Valley Bank til sprotafyrirtækja fjölgað um 19% milli ára. Sérfræðingar telja að aukningin stafi af því að framtakssjóðir séu farnir að vilja fá stærri hluta í fyrirtækjunum sem þeir fjárfesta í.