Vegna mikillar eftirspurnar hyggst félagið TRU Flight Training Iceland í Hafnarfirði taka tvo nýja flugherma í notkun á næstu 18 mánuðum. Þannig hyggst fyrirtækið margfalda umfang starfsemi sinnar að því er Morgunblaðið hermir eftir Guðmundi Erni Gunnarssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Guðmundur segir hátt verð á hótelþjónustu hér á landi þó vera farin vega á móti eftirspurn flugfélaga á að nýta sér þjónustu fyrirtækisins. „Það hefur töluverð áhrif á samkeppnishæfni okkar hversu hár hótelkostnaður er orðinn. Þeir flugmenn sem hingað koma gista allir á hótelum,“ segir Guðmundur, sem stýrt hefur félaginu frá stofnun þess 2013.

„Hótelnóttin er orðin mjög dýr á hér á landi og maður heyrir það á flufélögunum, þegar þau eru að fara yfir það hvort þau eigi að kaupa tíma hjá okkur, að kostnaðurinn við uppihald starfsmannanna er farinn að vega þyngra í ákvarðanaferlinu.“