*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 10. apríl 2019 08:57

Bæta við vél og fella niður flug

Icelandair hefur ákveðið að fella niður rúmlega hundrað flugferðir fram til 15. júní og bæta við þriðju leiguvélinni í flota sinn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Icelandair hefur ákveðið að fella niður rúmlega hundrað flugferðir fram til 15. júní og bæta við þriðju leiguvélinni í flota sinn. Aðgerðirnar eru liður í að bregðast við kyrrsetningu Boeing 737 MAX véla félagsins. Niðurfelling fluga mun aðallega beinast að áfangastöðum þar sem fleiri en eitt flug á dag eru áætluð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar. Viðbragðsáætlun félagsins gerir ráð fyrir því að 737 MAX vélarnar verði á jörðu niðri til 16. júní næstkomandi. Þann 1. apríl var tilkynnt um að félagið hefði fengið tvær vélar, Boeing 767, á leigu og í dag bætist Boeing 757-200 vél við.

„Ennfremur, hefur félagið hafið vinnu sem miðar að því að bæta vélum við flugvélaflota Icelandair sem einungis eru útbúnar almennu farrými. Mun fleiri sæti verða í þessum vélum en í núverandi vélum félagsins sem lækkar kostnað á hvert framboðið sæti og styrkir þ.a.l. samkeppnishæfni félagsins á þessum markaði. Þessar vélar henta betur í flug til áfangastaða sem eru ekki hluti af kjarnaleiðarkerfi Icelandair, t.d. Alicante og Tenerife, og skapa því tækifæri til frekari vaxtar,“ segir í tilkynningu félagsins.

Fjárhagleg áhrif kyrrsetningar 737 MAX á félagið liggja ekki fyrir meðal annars af þeim sökum að óvíst er hve stór hluti af kyrrsetningunni fæst bættur frá framleiðanda.

Stikkorð: Icelandair flug Boeing 737 MAX