*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 27. febrúar 2017 13:23

Bætist í félagatal Viðskiptaráðs

Félögin Hagvangur og Guide to Iceland hafa bæst í félagatal Viðskiptaráðs á síðustu vikum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tvö ný félög hafa bæst í félagatal Viðskiptaráðs síðustu vikurnar, en það eru ráðninga- og ráðgjafafyrirtækið Hagvangur og ferðasíðan Guide to Iceland sem er vinsælasta ferðasíða landsins að því segir í frétt Viðskiptaráðs.

„Viðskiptaráð býður nýja félaga velkomna í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum," segir í fréttinni.