Ástandið á bandarískum vinnumarkaði heldur áfram að batna samkvæmt nýjustu tölum um atvinnuþátttöku vestanhafs. Alls bættust við 223.000 ný störf í síðasta mánuði og féll atvinnuleysi niður í 5,4 prósentustig.

Atvinnuleysi fer því að þokast nær því hlutfalli sem bandaríski Seðlabankinn telur til fullrar atvinnuþátttöku. Það gerir því vaxtahækkun á næstu mánuðum líklegri, jafnvel þótt sterkur dollar og slæm staða í olíugeiranum hafi dregið úr þeim væntingum upp á síðkastið.

Mest var ráðið í störf í byggingargeiranum eða um 45.000 en störfum í framleiðslu- og olíugeiranum fór fækkandi í mánuðinum.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times .