Landsbankinn í Leifsstöð
Landsbankinn í Leifsstöð
© BIG (VB MYND/BIG)
Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslunnar segir að mikill munur sé á ársreikningum bankanna fyrir árið 2010 samanborið við árið áður. Þetta er í annað sinn sem Bankasýslan gerir skýrslu sem þessa og gagnrýndi vinnubrögð við ársreikningagerð í fyrri skýrslunni. Taldi sýslan þá um margt flókna, ógegnsæja og illa fallna til samanburðar.

„Það er gott að sjá að bankarnir eru að leggja vinnu í að bæta upplýsingagjöf. Það er einnig mikilvægt hvað varðar framtíðina, að upplýsingagjöf verði eins góð og best verður á kosið þegar kemur að sölu þeirra.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.