*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 29. október 2017 11:44

Bættu einum þingmanni við sig

Píratar tóku mann af Samfylkingu undir morgun en stjórnarandstaðan frá fyrra þingi bætti einungis við sig einum þingmanni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Talningu atkvæða úr þingkosningunum í gær lauk klukkan 10 í morgun, akkúrat hálfum sólarhring eftir að kjörstöðum var lokað. Enginn þeirra þriggja flokka sem ekki fengu þingmönnum, það er Alþýðufylkingin, Björt framtíð og Dögun, komust yfir lágmarkið sem þarf til að fá úthlutað úr ríkissjóði.

Þegar niðurstaðan er borin saman við tölurnar sem Viðskiptablaðið fjallaði um uppúr hálfsex í morgun sést að Samfylkingin hefur misst einn þingmann sem fór yfir til Pírata. Í heildina bætti því Samfylkingin við sig fjórum þingmönnum en Píratar misstu fjóra.

Þar sem Framsóknarflokkurinn hélt sínum átta þingmönnum og Vinstri græn bættu einungis við sig einum þingmanni, og einu prósentustigi, frá síðustu kosningum fjölgaði þingmönnum stjórnarandstöðunnar frá fyrra þingi einungis um einn.

Ríkisstjórnarflokkarnir misstu 12 þingmenn

Gömlu ríkisstjórnarflokkarnir misstu hins vegar töluvert fylgi, sérstaklega flokkarnir sem slitu ríkisstjórninni, Björt framtíð sem reið á vaðið þurrkaðist út og missti sína fjóra þingmenn og þingflokkur Viðreisnar nálega helmingaðist, fór úr sjö í fjóra.

Sjálfstæðisflokkurinn missti síðan fimm þingmenn sem var nálega fjórðungur af þingstyrk flokksins, sem fór úr 21 niður í 16, svo í heildina misstu flokkarnir þrír tólf þingmenn. 

Tveir nýjir flokkar á miðjunni fengu 11 þingmenn

Sigurvegarar kosninganna hljóta því að teljast nýju flokkarir á miðjunni, annars vegar Miðflokkurinn sem fékk sjö þingmenn og Flokkur fólksins sem fékk fjóra, samanlagt 11 þingmenn. 

Þegar lokaniðurstöðurnar eru skoðaðar frá stöðunni snemma í morgun sést að Miðflokkurinn endaði stærri en Framsóknarflokkurinn, með 10,87% á móti 10,71%, sem missti í raun einungis 0,78 prósentustig frá síðustu kosningum. Samt sem áður er þingflokkur Framsóknar einum manni fjölmennari en þingflokkur Miðflokksins.

Niðurstöðurnar sem fengnar eru af vef RÚV eru því:

  • Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með 25,25% og 16 þingmenn. Flokkurinn missti 3,75 prósentustig og 5 þingmenn.
  • Vinstri græn er næst stærst með 16,89% og 11 þingmenn. Flokkurinn bætti við sig 0,99 prósentustigum.
  • Samfylkingin er þriðja stærst með 12,05% og 7 þingmenn. Flokkurinn bætti við sig 6,31 prósentustigi og 4 þingmönnum.
  • Framsóknarflokkurinn hlaut 10,71% og 8 þingmenn. Flokkurinn tapaði 0,78 prósentustigi en hélt sínum þingmönnum
  • Miðflokkurinn hlaut 10,87% og 7 þingmenn. Flokkurinn er nýr á þingi en tveir þingmenn hans sátu áður fyrir Framsóknarflokkinn.
  • Píratar hlutu 9,20% og 6 þingmenn. Flokkurinn tapaði 5,28 prósentustigum og 4 þingmönnum
  • Viðreisn hlaut 6,69% og 4 þingmenn. Flokkurinn tapaði 3,79 prósentustigum og 3 þingmönnum
  • Flokkur fólksins hlaut 6,88% og 4 þingmenn. Flokkurinn bætti við sig 3,34% og kom nýr inn með 4 þingmenn
  • Björt framtíð hlaut 1,22% og engan þingmann. Flokkurinn tapaði 5,94% og tapaði öllum sínum 4 þingmönnum
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is