Fjölmiðlar fjölluðu í vikunni um umsögn fjármálaráðuneytisins um tillögur Eyglóar Harðardóttur um jöfnun húsaleigubóta og vaxtabóta. Niðurstaða ráðuneytisins er sögð vera sú að breytingarnar skili hlutfallslega meiru til heimila sem hafa miklar tekjur.

Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar sagði á Facebook-síðu sinni á mánudaginn að ríkisstyrktar húsnæðisbætur væru ekki af hinu góða. Ef niðurstaða ráðuneytisins væri rétt væri það að rætast sem hún hefur sagt þau 6 ár sem hún hefur setið á þingi, að ríkisstyrktar bætur séu ekki til góða heldur fari þær í vasa fjárfesta. Vaxtabætur og húsaleigubætur væru ríkisstyrkir til fjármálaaflanna.