Hagnaður Baggalúts ehf. nam í fyrra tæpum 2,9 milljónum króna, samanborið við tap upp á rúmlega 1,6 milljón króna árið áður. Heildartekjur félagsins námu um 3 milljónum króna, samanborið við tap upp á tæpar 2 milljónir árið áður.

Þetta kemur fram í ársreikningi Baggalúts fyrir árið 2010. Baggalútur rekur sem kunnugt er fréttasíðuna baggalutur.is auk þess sem hljómsveit félagsins hefur verið áberandi undanfarin ár.

Eigið fé Baggalúts var í árslok um 6,8 milljónir króna og handbært fé var um 4,4 milljónir króna.

Leiðrétting : Í prentútgáfu Viðskiptablaðsins og í upphaflegri frétt hér á vefnum er fjallað um stjórn og framkvæmdastjóra Baggalúts ehf.. Þær upplýsingar voru byggðar á ársreikningi Baggalúts frá árinu 2010.

Í athugasemd frá Baggalút kemur fram að Garðar Þ. Guðgeirsson sé stjórnarformaður félagsins en stjórnin sé jafnframt skipuð fimm meðstjórnendum, þeim Guðmundi Kristni Jónssyni, Guðmundi Pálssyni, Haraldi Hallgrímssyni, Jóhanni Braga Fjalldal, og Karli Sigurðssyni.

Bragi Valdimar Skúlason, textahöfundur hjá auglýsingastofunni Fíton, er framkvæmdastjóri félagsins og varamaður í stjórn þess.

Bragi Valdimar Skúlason
Bragi Valdimar Skúlason
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)

Bragi Valdimar Skúlason.