*

fimmtudagur, 25. febrúar 2021
Innlent 24. janúar 2021 18:01

Baggalútur velti 166 milljónum

Baggalútur ehf. hagnaðist um 18 milljónir króna rekstrarárið 2019 samanborið við 14 milljóna króna hagnað árið áður.

Ritstjórn
Bragi Bragi Valdimar Skúlason er framkvæmdastjóri Baggalúts ehf.
Eva Björk Ægisdóttir

Baggalútur ehf., félag utan um samnefnda hljómsveit, hagnaðist um 18 milljónir króna rekstrarárið 2019 samanborið við 14 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 166 milljónum króna.

Tekjur félagsins hafa eflaust dregist verulega saman árið 2020 þar sem að fella þurfti niður eina helstu tekjulind hljómsveitarinnar, árlega jólatónleika, vegna COVID-19.

Eignir félagsins námu 199 milljónum króna og eigið fé 102 milljónum króna. Bragi Valdimar Skúlason er framkvæmdastjóri félagsins.

Stikkorð: Baggalútur uppgjör