Baidu, stærst veffyrirtæki Kína, mun eiga í samstarfi við Microsoft um þróun á Bing leitarvélinni fyrir kínverska markaðinn. Frá þessu var greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í gær. Baidu er með um 75% markaðshlutdeild í Kína og hefur hlutdeild þess farið ört vaxandi undanfarin misseri. Á hverjum tíma koma um 10 milljónir óska um leit á ensku í leitarvél Baidu. Samstarfinu við Microsoft er ætlað að styrkja starfsemi Baidu á þessu sviði.

Baidu og Microsoft eiga einnig í víðtæku samstarfi á öðrum sviðum, svo sem með hugbúnað fyrir síma. Eftir miklu er að slægjast Kína en markaðir fyrir veflausnir af ýmsu tagi er að stækka ört meðfram samfélagslegum breytingum þar í landi.