Tveir fjárfestingasjóðir, BC Capital og Bain Capital, skiluðu inn tilboðum í bresku matvörukeðjuna Iceland Foods. Ekki liggur fyrir hvort verslunarkeðjan Wm Morrison væri meðal þeirra sem skiluðu tilboðu áður en frestur til þess rann út í gær. Reuters fréttastofan greinir frá þessu á heimasíðu sinni.

Keðjan er eins og kunnugt er að 77% hlut í eigu Landsbanka Íslands og Glitnis en slitastjórn Landsbankans sér um söluferlið. Framkvæmdastjóri iceland, Malcolm Walker, hefur 42 daga til þess að jafna hæsta boð í hlutinn sem er til sölu, en hann á 23% í félaginu.