Stærstu hluthafar japanska raftækjafyrirtækisins Toshiba, 3D Investment Partners, kallar nú eftir að stjórn fyrirtækisins samþykki fyrirhugað yfirtökutilboð frá fjárfestingasjóðnum Bain Capital sem hefur í hug að afskrá félagið af hlutabréfamarkaði. Financial Times greinir frá.

Hlutabréf Toshiba hækkuðu um meira en 6% á föstudaginn eftir að Effissimo Capital Management, stærsti hluthafi fyrirtækisins, studdi við tilboð Bain. Yfirtakan gæti orðið sú stærsta í sögu japansks atvinnulífs en markaðsvirði Toshiba nemur nú meira en 17 milljörðum dala.

Í dag bárust svo fréttir af því að singapúrski vogunarsjóðurinn 3D Investment Partners, næst stærsti hluthafi Toshiba, hafi sent stjórn og stjórnendum bréf. Sjóðurinn hélt því fram að „stjórnunarhættir Toshiba væru pínlegir fyrir Japan“ en fyrirtækið hefur lent í hinum ýmsu hrakförum á síðustu árum.

Bain Capital, sem er stærsti hluthafi Icelandair, hefur enn ekki lagt fram formlegt tilboð en heimildir FT herma að fjárfestingarsjóðurinn á í viðræðum um að fá japanska fjárfesta í lið með sér.