*

föstudagur, 23. október 2020
Innlent 24. september 2020 13:06

Bakarískeðja Jóa Fel gjaldþrota

Gjaldþrotabeiðni vegna vangoldinna lífeyrisiðgjalda var samþykkt fyrir hérðasdómi í gær.

Ritstjórn
Jóhannes Felixson, stofnandi og eigandi Jóa Fel bakaríanna.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Bakarískeðjan Jói Fel hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í gær. Stundin segir frá.

Sagt var frá því fyrir um mánuði síðan að iðgjöldum vegna launa starfsfólks hafi ekki verið skilað til sjóðsins í yfir ár, þrátt fyrir að vera dregin frá launum þeirra eins og lög gera ráð fyrir.

Í frétt Stundarinnar kemur fram að Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, vinni nú að því ásamt fjárfestum að kaupa reksturinn úr þrotabúinu og halda honum áfram.

Stikkorð: Fel Jói