Ítarleg umfjöllun er um Lýð og Ágúst Guðmundssyni í breska dagblaðinu Daily Telegraph í dag. Þar er meðal annars fjallað um fyrirætlanir um að skrá Exista í Kauphöll Íslands í september næstkomandi, auk þess sem saga þeirra bræðra er rakin.

Í greininni kemur fram að Exista muni fjárfesta í Bretlandi og Evrópu fyrir um 340 milljónir punda á komandi ári. Verið er að opna nýja skrifstofu í London og ráða sérfræðinga af fjármálamarkaði til vinnu.

Fram kemur að skráning Exista muni ekki verða frestað þrátt fyrir erfiðar aðstæður á íslenskum hlutabréfamarkaði að undanförnu.