Fyrirtækið Bakk ehf. hefur verið stofnað af Mystery Ísland ehf. í kringum kvikmyndina Bakk. En kröfur eru hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um að stofna nýtt félag í kringum verkefni til að fá endurgreiðslu frá ríkinu.

Formaður stjórnar félagsins er Davíð Óskar Ólafsson og meðstjórnandi er Árni Filippusson en þeir eru aðalframleiðendur myndarinnar fyrir hönd Mystery Íslands. Þeir hafa áður framleitt saman kvikmyndirnar Sveitabrúðkaup, Á annan veg og Kóngaveg. Bakk hlaut framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Myndin verður fyrsta leikstjórnarverkefni á kvikmynd í fullri lengd hjá bæði Gunnari Hanssyni og Davíð Óskari Ólafssyni. Um er að ræða gamanmynd sem fjallar um tvo æskuvini, Gísla og Viðar, sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. Árið 1981 bakkaði Þorsteinn faðir Gísla á bíl í kringum Ísland til fjáröflunar fyrir Þroskahjálp og setti heimsmet í leiðinni, sem þeir félagar stefna að því að slá.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .