*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 18. apríl 2020 14:07

Bakkavararbræður eignast 4% í Origo

Frigus II, fjárfestingafélag í eigu Bakkavararbræðra, keypti í febrúar ríflega 420 milljóna króna hlut í Origo.

Ritstjórn
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Haraldur Jónasson

Frigus II, fjárfestingafélag í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, kennda við Bakkavör, og Sigurðar Valtýssonar bættist við á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Origo með 4% hlut í febrúar.

Markaðsvirði hlutarins nemur ríflega 420 milljónum króna.

Lífeyrissjóður verslunarmanna, Birta lífeyrissjóður og Hvalur hf. eru stærstu hluthafar Origo með um 11% hlut hvert um sig. Origo velti 14,8 milljörðum króna árið 2019 og hagnaðist um 456 milljónir króna.