Ákæra á hendur Lýð Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Exista, og lögmanninum Bjarnfreði H. Ólafssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í Kaupþingi, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lýður er jafnframt stjórnarformaður Bakkavarar. Hann á um 40% hlut í félaginu með bróður sínum. Málið snýst um ákæru sérstaks saksóknara á hendur mönnunum fyrir stórfellt brot á hlutafélagalögum og fyrir að hafa beitt blekkingum þegar Lýður og Ágúst bróðir hans, reyndu að tryggja yfirráð sín yfir Exista fyrir fjórum árum.

Málið snýst í stuttu máli um það að þeir bræður greiddu einn milljarð króna fyrir nýtt 50 milljarða króna hlutafé í Exista. Féð var fengið að láni hjá Lýsingu, sem var í eigu Exista. Fram kemur komið að í raun rann upphæðin aldrei til Exista. Í viðskiptunum þynntist hlutur annarra hluthafa Exista verulega.

Bjarnfreður á sama dag og gengið var frá viðskiptunum að hafa sent tilkynningu til ríkisskattstjóra og Verðbréfaskráningar þar sem fram kom að hlutafjáraukningin hafi verið að fullu greidd.

Brotin geta varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi.