Lögreglustjórinn á Selfossi hefur farið fram á að Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, mæti fyrir dóm í september til að hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dóms vegna brota á umferðalögum.

Hraðakstur á Benz

Ákæran á hendur Lýð er í tveimur liðum en hvor tveggja snýr að umferðarlagabrotum vegna hraðaksturs. Í fyrra skiptið á hann að hafa ekið á 74 km hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkashraði var 50 km á klukkustund. Í annað skiptið á Lýður að hafa ekið á 74 km hraða á klukkustund, þar sem leyfður hámarkshraði var 50 km á klukkustund. Bíllinn er sagður vera af gerðinni Mercedes-Benz, ef marka má ökutækjaskrá.

„Án þess að farið sé í einstök mál, sem aldrei er gert, þá er þessi aðferð notuð hafi ekki tekist að birta sektarboð með öðrum hætti," segir Ólafur Helgi aðspurður um hvers vegna málin tvö gegn Lýð séu komin í þetta ferli og Lýður boðaður til að mæta fyrir dómstóla. Ólafur Helgi segir þessa aðferð fremur sjaldgæfa í málum sem þessum. Ekki náðist í Lýð Guðmundsson við vinnslu fréttarinnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu er:

  • Eftirköst greiðsluskjóls Umboðsmanns skuldara
  • 730 milljóna hlutafjáraukning Verne Real Estate hf.
  • Skattaafskriftir ríkisins umfram fjárheimildir
  • Samdráttur hjá Össuri
  • Kaupfélögin ekki búin að geyspa golunni
  • Eyðsla ráðuneyta
  • Sigríður Benediktsdóttir hjá Seðlabankanum í ítarlegu viðtali
  • Skiptingaráætlun Icelandic Group
  • 70 húsbílar fara í hópferð um Vestfirði
  • Allt sem vel klæddir veiðimenn verða að vita
  • Huginn og Muninn mæta að vanda ásamt Tý sem skrifar um opinberun fjárhagsupplýsinga einstaklinga
  • Myndasíður, umræða, aðsendar greinar og margt, margt, fleira ....