Bakkavör Group birti uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í morgun.

Tap félagsins nemur samtals 36,2 milljónum punda á fyrri helmingi ársins, sem jafngildir 5,6 milljörðum íslenskra króna.

Í tilkynningu frá félaginu segir að afkoman sé í samræmi við væntingar stjórnenda. Þá segir einnig að sala hafi aukist á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum. Með erfiðum aðstæðum á félagið við verðhækkanir á hráefni, aukinn orkukostnað og gengisstyrkingu evru gagnvart pundi.

Arðsemi eigin fjár félagsins nam 7,3% frá áramótum fram til loka júní.

Fundur vegna uppgjörsins verður haldinn í dag kl 17 og mun vefviðtal við forstjóra félagsins, Ágúst Guðmundsson, birtast hér á vefnum að fundi loknum.

Hér má finna afkomutilkynningu félagsins.